Ólöglegar stangveiðar á Pollinum

„Ekki má veiða göngusilung í sjó.“
(úr 15. gr. laga 61/2006 um lax- og silungsveiði)

Samkvæmt ósamati er Pollurinn neðsti hluti Eyjafjarðarár en ekki sjór. Á þeim
grundvelli heimilar veiðfélag Eyjafjarðarár takmarkaðar veiðar á Pollinum. Í boði eru
veiðikort til veiða á Pollinum. Leyfin gilda aðeins fyrir veiðar á gulmerktu svæði allt að
115 metra frá landi. Ekki má stunda þessar veiðar af báti.
Í samræmi við lögin eru veiðar á silungi utan 115 metra frá landi óheimilar, með
tilvísun í 2 og 30 tl 3. gr. laga 61/2006 um lax- og silungsveiði. Enda er um sjó að
ræða utan 115 metra frá landi og þar má ekki veiða göngusilung samkvæmt 15. gr.
laga 61/2006 um lax- og silungsveiði.

Veiðar við brú og ræsi á Leiruvegi eru bannaðar (rautt svæði).
Veiðar sunnan Leiruvegar eru óheimilar.
Varðgjártjörn tilheyrir ekki Pollinum heldur er hluti af svæði 0 (grænt svæði)
Veiðileyfi og allar nánari upplýsingar eru á eyjafjardara.is
Við viljum hvetja fólk að virða þessi lög. Veiðimenn í Eyjafjarðará hafa mátt sæta
miklum takmörkunum á afla undanfarin ár. Það er því sárt að sjá að bleikjur séu
veiddar ólöglega og drepnar á Pollinum þegar stofninn hefur átt mjög undir högg að
sækja undanfarin ár og verið er að leita allra leiða til að byggja hann upp aftur.

Veiðifélag Eyjafjarðarár

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *