Sala veiðileyfa fyrir sumarið 2020 í fullum gangi

Ungur veiðimaður með firnastóra bleikju af svæði 5

Sala veiðileyfa fyrir komandi sumar hefur farið gríðarlega vel af stað og farið fram úr björtustu vonum. Enn er þó mikill fjöldi daga óseldur á flestum svæðum, sér í lagi neðri svæðum árinnar þar sem hægt er að krækja sér í góða daga á verðum sem sjást óvíða í veiðileyfasölu á Íslandi í dag.
Sem fyrr er hægt að kaupa veiðileyfi inni á vef Veiðitorgs og er slóðin: https://veiditorg.is/permits/eyjafjardara