Veiðitilhögun í Eyjafjarðará

Svæði & Veiðitímabil:
Sumar og helgarkort eru seld á Ósasvæði Eyjafjarðarár í Horninu – veiðivöruverslun og í vefsölunni (vefsalan á sumar og helgarkortum er í vinnslu og mun verða klár fljótlega). Sumarkort kostar 6.000 kr. og helgarkort kostar 2.500 kr.

Svæði 0 (Nýtt: Voropnun frá 1.apríl – 15.maí) Sumaropnun: 20.júní – 30.september Nær frá merki ca. 100 metrum neðan við gömlu brýrnar austan flugvallarins upp að hitaveituröri við Teig. ATHUGIÐ að Varðgjártjörnin tilheyrir nú svæði 0 í stað ósasvæðis áður. Sjá kort 

Svæði 1. (Nýtt: Voropnun frá 1.apríl – 15.maí) Sumaropnun frá 20.júní til 30.september Nær frá merki við hitaveiturör neðan Teigs að merki 50 m sunnan Munkaþverár. Sjá kort

Svæði 2. frá 20.júní til 30.september Nær frá merki 50 sunnan Munkaþverár að Guðrúnarstaðabæ. Sjá kort

Svæði 3. frá 20.júní til 30.september Nær frá Guðrúnarstaðabæ að merki norðan Hleiðargarðs. Sjá kort

Svæði 4. frá 20.júní til 31.ágúst Nær frá merki norðan Hleiðargarðs að göngubrú við Hóla. Sjá kort

Svæði 5. frá 20.júlí til 31.ágúst Nær frá göngubrú við Hóla að merki við Tjaldbakkahyl. Sjá kort

Veiðitími Veiðitíminn er frá kl. 07.00 til 13.00 og 16.00 til 22.00. Frá 15. ágúst kl. 15.00 til 21.00

VEIÐIMENN ATH: Akið ekki á óslegnum túnum, lokið hliðum og virðið umhverfið.