Að gefnu tilefni

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár vill góðfúslega benda veiðimönnum á, að stranglega er bannað að keyra um lönd og yfir tún bænda án þeirra leyfis. Núna fer í hönd sá tími að frost er að fara úr jörðu og tún og beitilönd afar viðkvæm. Vinsamlegast virðið þetta. Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár.

Efnistökur heimilar úr Eyjafjarðará

Ágætu veiðimenn. Veiðifélag Eyjafjarðarár vill vekja athygli á að Eyjafjarðarsveit hefur heimilað efnistöku úr Eyjafjarðaránni á ákveðnum stöðum í ánni og eru þær nú þegar hafnar. Veiðimenn eru beðnir um að hafa þetta í huga í þegar veiðileyfi eru keypt í ánni. Með vinsemd,Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár.

Aðalfundi frestað.

Fyrirhuguðum aðalfundi Veiðifélags Eyjafjarðarár sem halda átti í kvöld, fimmtudagskvöld, er frestað vegna aðstæðna í sveitinni fram til 17.desember nkFundarstaður er eftir sem áður Silva á Syðra-Laugalandi og mun fundurinn hefjast kl 20:00. Stjórnin.

Umsókn um veiðileyfi í Eyjafjarðará 2017

Opnað hefur verið á umsóknir um veiðileyfi í Eyjafjarðará, sumarið 2017. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að sækja um tímabil sem þið getið haldið til veiða en ekki einstaka daga nema greinagóð ástæða sé fyrir slíkri umsókn. Ef sótt er um marga sértilgreinda daga getur það valdið erfiðleikum við að […]