Opnað hefur verið á umsóknir um veiðileyfi í Eyjafjarðará, sumarið 2017.
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að sækja um tímabil sem þið getið haldið til veiða en ekki einstaka daga nema greinagóð ástæða sé fyrir slíkri umsókn. Ef sótt er um marga sértilgreinda daga getur það valdið erfiðleikum við að koma til móts við alla sem sækja um.
Umsóknareyðublöð aðgengileg með því að smella á þennan hlekk. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknir má senda á netfangið veidileyfi@eyjafjardara.is
Þegar úthlutun veiðileyfa á grundvelli umsókna er lokið, verða lausir dagar seldir í netsölu hér á vefnum eyjafjardara.is og í versluninni Hornið veiði- og sportvöruverslun, Kaupvangsstræti 4, Akureyri og Veiðiríkinu Óseyri 2, Akureyri.
Áfram verður hægt að fara í vorveiði á svæðum 0, 1 og 2 sem hefst 1. apríl nk. og verður veitt til 15. maí. nk.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár.