Vorveiðin að hefjast
Ágætu veiðimenn.
Nú líður senn að því að vorveiði í Eyjafjarðará hefjist á svæðum 0, 1 og 2 en áin opnar fyrir veiði á þessum svæðum þann 1.apríl nk.
Þrátt fyrir að aðstæður líti út fyrir að ætla verða nokkuð krefjandi, má teljast líklegt að veiðimenn verði mættir á bakkann á þessum tíma til að glíma við svanga sjóbirtinga og staðbundinn urriða. Við viljum hvetja alla til að fara varlega við bakka árinnar og fara sér að engu óðslega þrátt fyrir mikinn veiðibríma.
Stjórn veiðifélagsins minnir góðfúslega á, að það er sleppiskylda á öllum fiski í vorveiðinni frá 1.apríl – 15.maí á þeim svæðum sem opin eru á þessum tíma. (Sjá veiðireglur árinnar hér).
Við minnum einnig á að veiðileyfi í Eyjafjarðará má sem fyrr nálgast á vefsíðunni Veiðitorg.is.
Góða skemmtun!
Fh.stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár,
/Jón Gunnar Benjamínsson.