Áin opin og veiðileyfi fyrir sumarið 2018

Opnað hefur verið fyrir veiði í Eyjafjarðará veiðisumarið 2018 og óhætt að segja að hún fari vel af stað. Alls hafa um 50 bleikjur verið dregnar á land á svæðum 0 og 1 og flestar rígvænar eða á bilinu 50-60cm! Eitthvað hefur veiðst af sjóbirtingi en frekar smáum. Þó hefur einum 67cm fiski verið landað. Sem fyrr er hægt að kaupa veiðileyfi í Eyjafjarðará á vefnum Veiðitorg.is -JGB

Comments are closed.

Post Navigation